Meistaramót 2011 hafið

Nesklúbburinn Almennt

Í morgun hófst 48. meistaramót Nesklúbbsins í blíðskaparveðri þegar 35 keppendur hófu leik í 3. og 4. flokki karla.

Þegar 4. flokkur karla hóf leik klukkan hálf átta í morgun var hitastigið þá þegar um 14 gráður og blakti varla hár á höfði. 3. flokkur karla var svo ræstur út frá átta og var þá vindurinn aðeins farinn að láta á sér kræla. Ekki verður veðrinu þó kennt um neitt nema gott skor. Þar ber hæst glæsihring Ástvalds Jóhannssonar, en hann spilaði á 83 höggum sem gaf honum 43 punkta. Frábær byrjun hjá Ástvaldi. Fjórir aðrir kylfingar spiluðu á eða undir forgjöf í 3. flokki í dag.

Staðan í 3. flokki karla
1. Ástvaldur Jóhannsson 81 högg
2. Haraldur Haraldsson 88 högg
3. Rögnvaldur Dofri Pétursson 88 högg
4. Einar Magnús Ólafsson 90 högg
5. Björn Jónsson 91 högg

Staðan í 4. flokki karla
1. Þorgeir J Andrésson 98   högg
2. Gunnar Lúðvíksson 102 högg 
3. Guðjón Kristinsson 104 högg
4. Pétur Ívarsson 108 högg
5. Björgvin Schram 109 högg

Nánari stöðu má sjá á golf.is