Meistaramót 2011 – staðan 13. júlí

Nesklúbburinn Almennt

Það var bálhvasst á Nesinu í morgun þegar meistaraflokkur karla hóf leik og tóku meistaraflokkskylfingarnir flestir hverjir upp blendinga eða járn til að yfirslá ekki fyrstu flötina í upphafshögginu. Til marks um meðvindinn á sjöttu má geta þess að Steinn Baugur yfirsló flötina um 30-40 metra og var höggið líklega ekki undir 360 metrum. Að sama skapi var bullandi mótvindur á par fimm brautunum og reyndust þær mörgum kylfingum erfiðar og dýrkeyptar í dag. Glæsitilþrif sáust þó um allan völl og náðust meðal annars nokkrir ernir. Aðrir flokkar sem hófu leik í dag voru 1. og 2. flokkur karla og A flokkur kvenna.

Sverrir Þór Sverrisson spilaði manna best í fjölmennasta flokknum á meistaramótinu, 2. flokki karla. Hann spilaði á 79 höggum sem gaf honum 39 punkta og verður að teljast gott í vindinum í dag. Hjalti Arnarson og Jóhann Helgi Jóhannesson eru jafnir í öðru til þriðja sæti á 83 höggum.

Í B flokki kvenna heldur Sara Magnúsdóttir forystu eftir tvo hringi. Sara spilaði á 96 höggum í dag og leiðir með 8 höggum. Jafnar í öðru til þriðja sæti eru Sigríður Hafberg og Jónína Lýðsdóttir.

Lægsta skor dagsins átti Ólafur Björn Loftsson en hann spilaði á 68 höggum og leiðir meistaraflokk karla. Í öðru sæti á 76 höggum er Oddur Óli Jónasson og Guðjón Ármann Guðjónsson er þriðji á 77 höggum.

Í A flokki kvenna er Karlotta Einarsdóttir með nokkuð örugga forystu eftir fyrsta dag, en hún spilaði á 79 höggum. Jafnar í öðru til þriðja sæti eru Áslaug Einarsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir á 91 höggi.

Hallur Dan Johansen er efstur í 1. flokki karla á 80 höggum. Baldur Þór Gunnarsson og Andri Sigurðsson eru jafnir í öðru til þriðja sæti á 82 höggum.

Í drengjaflokki 15 – 18 ára leiðir Jónatan Jónatansson með einu höggi eftir tvo hringi, en hringina tvo hefur hann spilað á 154 höggum. Annar er Dagur Jónasson og þriðji Daði Laxdal Gautason, fimm höggum á eftir Degi.

Sjá stöðu efstu manna og kvenna hér að neðan:

2. flokkur karla
1 Sverrir Þór Sverrisson                     79
2 Hjalti Arnarson                                  83  
3 Jóhann Helgi Jóhannesson             83 
4 Ágúst A Ragnarsson                       84 
5 Jóhann Valur Tómasson                 85

B flokkur kvenna
1 Sara Magnúsdóttir                            91   96    187 
2 Sigríður Hafberg                             101   94    195 
3 Jónína Lýðsdóttir                             95   100    195  
4 Jórunn Þóra Sigurðardóttir          100   103    203  
5 Magnea Vilhjálmsdóttir                104   103    207

Meistaraflokkur karla
1 Ólafur Björn Loftsson                      68 
2 Oddur Óli Jónasson                        76    
3 Guðjón Ármann Guðjónsson          77
4 Þórarinn Gunnar Birgisson             78 
5 Gauti Grétarsson                             78

A flokkur kvenna
1 Karlotta Einarsdóttir                        79
2 Áslaug Einarsdóttir                         91
3 Helga Kristín Einarsdóttir               91
4 Kristín Erna Gísladóttir                   94
5 Þyrí Valdimarsdóttir                        95

1. flokkur karla
1 Hallur Dan Johansen                 80
2 Baldur Þór Gunnarsson           82 
3 Andri Sigurðsson                           82
4 Gunnlaugur H Jóhannsson            83
5 Jónas Hjartarson                            83

Drengjaflokkur 15 – 18 ára
1 Jónatan Jónatansson            75   79    154
2 Dagur Jónasson                    76   79    155
3 Daði Laxdal Gautason          79   81    160
4 Sölvi Rögnvaldsson              83   85    168 
5 Eiður Ísak Broddason           82   88    170

Sjá nánari stöðu á golf.is.