Veðrið á Nesinu í dag var jafn gott í dag og það var slæmt í gær. Það var blankalogn í allan morgun, blés aðeins eftir hádegi en lægði svo aftur seinni partinn. Kylfingar nýttu sér veðurblíðuna svo sannarlega því glæsileg tilþrif og frábær skor litu dagsins ljós í allan dag og fram á kvöld. Hringi dagsins eiga þó tvímælalaust Haukur Óskarsson og Oddur Óli Jónasson, en þeir spiluðu báðir á 66 höggum. Haukur Óskarsson fékk 43 punkta og Oddur Óli 42. Glæsilegt hjá þeim félögum.
Sigurður Skúlason er kominn í forystu í 1. flokki karla eftir hring upp á 73 högg. Sævar Fjölnir Egilsson er annar þremur höggum á eftir Sigurði og Jóhann Pálsson þriðji eftir 74 högga hring en það gaf honum 43 punkta. Glæsilegt hjá vallarstjóranum.
Í meistaraflokki karla hefur Ólafur Björn Loftsson leikið hringina tvo á sex höggum undir pari og er efstur, en hann á fjögur högg á Odd Óla Jónasson sem er annar. Þriðji er Haukur Óskarsson á einu höggi yfir pari.
Í drengjaflokki 15 – 18 ára er mikil spenna fyrir lokahringinn en þar eru jafnir í fyrsta til öðru sæti Dagur Jónasson og Jónatan Jónatansson á fjórtán yfir pari eftir þrjá hringi. Daði Laxdal Gautason er í þriðja sæti.
Í A flokki kvenna styrkti Karlotta Einarsdóttir stöðu sína í fyrsta sæti með hring upp á 78 högg. Áslaug Einarsdóttir er í öðru sæti eftir hringinn í dag og Helga Kristín Einarsdóttir er þriðja.
Í öðrum flokki karla spiluðu Sverrir Þór Sverrisson, Hjalti Arnarson og Kristján Hreinsson allir á 77 höggum og raða sér í efstu þrjú sætin. Kristján fékk 43 punkta og Sverrir og Hjalti 40 punkta fyrir þetta frábæra skor.
Í B flokki kvenna náði Sigríður Hafberg forystu fyrir lokadaginn með frábærum hring. Hún lék á 91 höggi og fékk fyrir það 41 punkt. Jónína Lýðsdóttir er önnur og Sara Magnúsdóttir þriðja.
1. flokkur karla
1 Sigurður Skúlason 83 73 156
2 Sævar Fjölnir Egilsson 84 75 159
3 Jóhann Pálsson 86 74 160
4 Baldur Þór Gunnarsson 82 79 161
5 Jónas Hjartarson 83 78 161
Meistaraflokkur karla
1 Ólafur Björn Loftsson 68 70 138
2 Oddur Óli Jónasson 76 66 142
3 Haukur Óskarsson 79 66 145
4 Guðjón Ármann Guðjónsson 77 69 146
5 Nökkvi Gunnarsson 79 68 147
Drengjaflokkur 15 – 18 ára
1 Dagur Jónasson 76 79 75 230
2 Jónatan Jónatansson 75 79 76 230
3 Daði Laxdal Gautason 79 81 80 240
4 Eiður Ísak Broddason 82 88 82 252
5 Sölvi Rögnvaldsson 83 85 84 252
A flokkur kvenna
1 Karlotta Einarsdóttir 79 78 157
2 Áslaug Einarsdóttir 91 87 178
3 Helga Kristín Einarsdóttir 91 91 182
4 Kristín Erna Gísladóttir 94 89 183
5 Þyrí Valdimarsdóttir 95 89 184
2. flokkur karla
1 Sverrir Þór Sverrisson 79 77 156
2 Hjalti Arnarson 83 77 160
3 Kristján Hreinsson 86 77 163
4 Úlfar Þór Davíðsson 86 79 165
5 Pétur Þór Halldórsson 85 83 168
B flokkur kvenna
1 Sigríður Hafberg 101 94 92 287
2 Jónína Lýðsdóttir 95 100 100 295
3 Sara Magnúsdóttir 91 96 111 298
4 Jórunn Þóra Sigurðardóttir 100 103 103 306
5 Hulda Bjarnadóttir 109 107 94 310