Meistaramót 2011 – staðan og úrslit 15. júlí

Nesklúbburinn Almennt

Veðrið lék enn á ný við kylfinga á föstudag, á næst síðasta degi meistaramóts Nesklúbbsins. Það var meistaraflokkur karla sem hóf leik og svo fylgdu 1. flokkur karla, A flokkur kvenna og drengjaflokkur 15 – 18 ára, þar sem úrslit réðust í dag. Eftir hádegið spiluðu 2. flokkur og B flokkur kvenna þar sem úrslit réðust.

Í B flokki stóð Sigríður Hafberg uppi sem sigurvegari eftir spennandi lokahring þar sem Jónína Lýðsdóttir vann sjö högg af Sigríði. Sigríður vann að lokum með einu höggi, Jónina varð önnur og Sara Magnúsdóttir þriðja.

Sverrir Þór Sverrisson er efstur í öðrum flokki karla og leiðir með 8 höggum fyrir lokahringinn. Pétur Þór Haraldsson átti besta hringinn í öðrum flokki í dag og komst með honum í annað til þriðja sætið ásamt Hjalta Arnarsyni. Skammt undan eru Úlfar Þór Davíðsson og Kristján Hreinsson og ljóst að hart verður barist á lokahringnum um verðlaunasæti.

Í meistaraflokki karla lék Gauti Grétarsson best allra í dag á 66 höggum og fékk fyrir það 43 punkta. Með þessum glæsihring tyllti Gauti sér í þriðja sætið fyrir lokahringinn ásamt Hauki Óskarssyni en þeir eru höggi á eftir Oddi Óla Jónassyni sem er annar. Efstur er Ólafur Björn Loftsson á samtals 9 höggum undir pari.

Í 1. flokki karla styrkti Sigurður Skúlason stöðu sína í efsta sæti en hann spilaði á einu höggi undir pari vallarins. Var það hringur upp á 40 punkta hjá Sigurði. Sigurður á níu högg á Sævar Fjölni Egilsson sem er annar og Sævar á tvö högg á Andra Sigurðsson sem er þriðji.

Karlotta Einarsdóttir spilaði á 72 höggum í dag eða pari vallarins og fékk fyrir það 41 punkt. Karlotta er með afgerandi forystu í fyrsta sæti en báráttan um næstu sæti þar á eftir er mjög jöfn, þar sem einungis fjögur högg skilja á milli annars og sjöunda sætis.

Í drengjaflokki 15 – 18 ára var æsispennandi barátta um fyrsta sætið. Það fór þannig að lokum að Dagur Jónasson sigraði með þriggja högga mun en Jónatan Jónatansson varð annar. Þriðji varð Daði Laxdal Gautason.

B flokkur kvenna – Úrslit
1 Sigríður Hafberg 101 94 92 99 386
2 Jónína Lýðsdóttir 95 100 100 92 387
3 Sara Magnúsdóttir 91 96 111 106 404

2. flokkur karla
1 Sverrir Þór Sverrisson 79   79   82 240
2 Pétur Þór Halldórsson 85   83   80   248
3 Hjalti Arnarson NK   83   77   88   248
4 Úlfar Þór Davíðsson   86   79   85   250
5 Kristján Hreinsson 86   77   88 251

Meistaraflokkur karla
1 Ólafur Björn Loftsson  68 70   69   207
2 Oddur Óli Jónasson 76   66 74   216
3 Gauti Grétarsson 78   73   66 217
4 Haukur Óskarsson 79   66 72   217
5 Nökkvi Gunnarsson 79   68 72 219

1. flokkur karla
1 Sigurður Skúlason 83 73 71   227
2 Sævar Fjölnir Egilsson  84 75 77 236
3 Andri Sigurðsson  82  81 75 238
4 Rósant Freyr Birgisson 91 73  76 240
5 Jóhann Pálsson 86 74  80 240

A flokkur kvenna
1 Karlotta Einarsdóttir 79   78   72   229
2 Áslaug Einarsdóttir 91   87 92   270
3 Ágústa Dúa Jónsdóttir 101 85 85 271
4 Þyrí Valdimarsdóttir 95 89 88   272
5 Helga Kristín Einarsdóttir 91   91   91   273

Drengjaflokkur 15 – 18 ára – Úrslit
1 Dagur Jónasson 76   79 75   73   303
2 Jónatan Jónatansson 75   79   76   76   306
3 Daði Laxdal Gautason 79   81   80 74   314

Nánari stöðu má sjá á golf.is.