Meistaramót 2011 – staðan að loknum öðrum degi

Nesklúbburinn Almennt

Allir þeir flokkar sem hófu leik í meistaramóti Nesklúbbsins í gær spiluðu annan hring í dag. Einnig bættist við drengjaflokkur 14 ára og yngri, en þar eru spilaðar 54 holur í höggleik.

Einhverjar sviptingar urðu í efstu sætum í dag en þó héldu langflestir þeir sem voru í forystu í gær forystu eftir annan hring. Mjótt er þó á munum í mörgum flokkum og margir sem gera tilkall til fyrsta, annars og þriðja sætis.

Í öldungaflokki 55 – 69 ára heldur Arngrímur Benjamínsson forystu eftir að hafa spilað á 78 höggum í dag, sem gefur honum sjö högga forystu fyrir lokahringinn. Jóhann Reynisson er annar með fimm högga forystu á Sævar Fjölni Egilsson í þriðja sæti. Aðeins er eitt högg í næsta mann og aftur eitt högg í þann sem vermir fimmta sæti fyrir lokadaginn og baráttan því hörð og spennan mikil.

Staða efstu þriggja í öldungaflokki karla 70 ára og eldri er óbreytt að loknum öðrum hring og mjótt á munum. Haraldur Kristjánsson heldur forystunni og leiðir með tveimur höggum á Kjartan L. Pálsson. Leifur Gíslason er þriðji, 10 höggum á eftir Haraldi.

Í öldungaflokki kvenna er spennan ekki síðri fyrir lokadaginn. Jónína Birna Sigmarsdóttir varði forystu sína frá fyrsta degi og á þrjú högg á Kristínu Ernu Gísladóttur. Skammt undan er Anna L. Tryggvadóttir, þremur höggum á eftir Kristínu og sex höggum á eftir Jónínu.

Karitas Kjartansdóttir styrkti stöðu sína í fyrsta sæti C flokks kvenna og hefur nú 20 högga forystu að loknum öðrum degi. Helga Guðmundsdóttir er önnur, fimm höggum á undan Hrefnu Haraldsdóttur sem er þriðja.

Guðjón Kristinsson leiðir 4. flokk karla eftir að hafa farið holu í höggi á annari holu í dag. Aðeins eitt högg er í annað og þriðja sætið, en þar eru jafnir Björgvin Schram og Þorgeir J Andrésson. Þess má geta að Gunnar Lúðvíksson sem spilaði með Guðjóni Kristinssyni í holli fór einnig holu í höggi í dag, en það afrek vann hann á 5. holu.

Ástvaldur Jóhannsson leiðir 3. flokk karla með sex höggum. Einar Magnús Ólafsson og Rögnvaldur Dofri Pétursson eru jafnir á 179 höggum samtals, tveimur höggum betri en næstu menn. Stefán Pétursson spilaði manna best í 3. flokki í dag bæði í höggum talið og punktum, en hann spilaði á 86 höggum sem gaf honum 40 punkta og vann sig duglega upp töfluna.

Kristín Rún Gunnarsdóttir fylgdi eftir góðum hring í stúlknaflokki í gær og spilaði á forgjöf í dag eða 36 punktum. Hún leiðir stúlknaflokkinn fyrir lokadaginn og á sjö punkta á Matthildi Maríu Rafnsdóttur, sem á fjóra punkta á Salvöru Jónsdóttur Ísberg og Margréti Mjöll Benjamínsdóttur. Það er því mikil spenna fyrir lokahringinn í stúlknaflokki.

Í drengjaflokki 14 ára og yngri var jöfn og góð spilamennska. Gunnar Geir Baldursson og Sindri Már Friðriksson eru jafnir í fyrsta og öðru sæti á 90 höggum. Í þriðja sæti er Kristófer Orri Pétursson á 95 höggum, einu höggi betri en Sigurður Örn Einarsson og Theodór Árni Mathiesen. Aftur er einungis eitt högg í þrjá næstu menn og því mjótt á munum hjá piltunum.

Hér að neðan má sjá stöðuna í lok dags:

Öldungaflokkur karla 55 – 69 ára
1. Arngrímur Benjamínsson       72     78     150 högg
2. Jóhann Reynisson                  79    78     157 högg
3. Sævar Fjölnir Egilsson          76     86     162 högg
4. Friðþjófur Arnar Helgason     82    81     163 högg
5. Hjalti Arnarson                        85    79     164 högg

Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri
1. Haraldur Kristjánsson          85     88         173 högg
2. Kjartan Lárus Pálsson         90     85         175 högg
3. Leifur Gíslason                     90     93         183 högg
4. Bert Martin Hanson              93     92         185 högg
5. Walter Lúðvík Lentz              94     93         187 högg

Öldungaflokkur kvenna
1. Jónína Birna Sigmarsdóttir           90     95          185 högg
2. Kristín Erna Gísladóttir                  92      96          188 högg
3. Anna L Tryggvadóttir                     96     95           191 högg
4. Þuríður Halldórsdóttir                    93     104         197 högg
5. Emilía Margrét Sigmarsdóttir    103     100          203 högg

C flokkur kvenna
1. Karitas Kjartansdóttir             114     115         229 högg
2. Helga Guðmundsdóttir           117     132         249 högg
3. Hrefna Haraldsdóttir               127     127         254 högg
4. Petrea Ingibjörg Jónsdóttir    163     162         325 högg

4. flokkur karla
1. Guðjón Kristinsson                       104 101       205 högg
2. Björgvin Schram                          109   97       206 högg
3. Þorgeir J Andrésson                    98   108       206 högg
4. Gunnar Lúðvíksson                       102  119     221 högg 
5. Halldór Guðmundsson                 115 108       223 högg

3. flokkur karla
1. Ástvaldur Jóhannsson                81 92       173 högg 
2. Einar Magnús Ólafsson             90 89       179 högg
3. Rögnvaldur Dofri Pétursson      88 91       179 högg
4. Björn Jónsson                             91 90       181 högg
5. Haraldur Haraldsson                  88 93       181 högg

Stúlknaflokkur
1. Kristín Rún Gunnarsdóttir             41 36        77 punktar
2. Matthildur María Rafnsdóttir         37 33       70 punktar
3. Salvör Jónsdóttir Ísberg                29 37       66 punktar
4. Margrét Mjöll Benjamínsdóttir       33 33      66 punktar

Drengjaflokkur 14 ára og yngri
1. Gunnar Geir Baldursson                   90 högg
2. Sindri Már Friðriksson                      90 högg
3. Kristófer Orri Pétursson                    95 högg
4. Sigurður Örn Einarsson                    96 högg
5. Theodór Árni Mathiesen                   96 högg