Sjö flokkar hófu keppni í meistaramóti Nesklúbbsins í dag. Frábær tilþrif sáust víðsvegar um völlinn í öllum flokkum og ljóst að keppni verður hörð ef heldur fram sem horfir.
Arngrímur Benjamínsson spilaði best allra í Öldungaflokki karla 55 – 69 ára, hann kom inn á 72 höggum sem skilaði honum 39 punktum.
Haraldur Kristjánsson leiðir Öldungaflokk karla 70 ára og eldri eftir að hafa leikið á 85 höggum. Kjartan L. Pálsson og Leifur Gíslason eru jafnir í 2. – 3. sæti á 90 höggum, en Leifur spilaði undir forgjöf í dag.
Í C flokki kvenna leiðir Karitas Kjartansdóttir á 114 höggum en Helga Guðmundsdóttir er skammt undan.
Í stúlknaflokki er keppt í punktakeppni. Þar spilaði Kristín Rún Gunnarsdóttir frábært golf og fékk 41 punkt, fjórum meira en Matthildur María Rafnsdóttir sem spilaði einnig undir forgjöf á 37 punktum.
Hér að neðan má sjá efstu menn og konur í þeim flokkum sem hófu leik í dag, en nánari stöðu má sjá á golf.is.
Öldungaflokkur karla 55 – 69 ára
1. Arngrímur Benjamínsson 72 högg
2. Sævar Fjölnir Egilsson 76 högg
3. Jóhann Reynisson 79 högg
4. Friðþjófur Arnar Helgason 82 högg
5. Eggert Eggertsson 83 högg
Öldungaflokkur karla 70 +
1. Haraldur Kristjánsson 85 högg
2. Kjartan Lárus Pálsson 90 högg
3. Leifur Gíslason 90 högg
4. Bert Martin Hanson 93 högg
5. Hörður Pétursson 94 högg
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri
1. Jónína Birna Sigmarsdóttir 90 högg
2. Kristín Erna Gísladóttir 92 högg
3. Þuríður Halldórsdóttir 93 högg
4. Anna L Tryggvadóttir 96 högg
5. Guðbjörg Sigurðardóttir 96 högg
C flokkur kvenna
1. Karitas Kjartansdóttir 114 högg
2. Helga Guðmundsdóttir 117 högg
3. Hrefna Haraldsdóttir 127 högg
4. Petrea Ingibjörg Jónsdóttir 163 högg
Stúlknaflokkur 18 ára og yngri
1. Kristín Rún Gunnarsdóttir 41 punktur
2. Matthildur María Rafnsdóttir 37 punktar
3. Margrét Mjöll Benjamínsdóttir 33 punktar
4. Salvör Jónsdóttir Ísberg 29 punktar
4. flokkur karla
1. Þorgeir J Andrésson 98 högg
2. Gunnar Lúðvíksson 102 högg
3. Guðjón Kristinsson 104 högg
4. Pétur Ívarsson 108 högg
5. Björgvin Schram 109 högg
3. flokkur karla
1. Ástvaldur Jóhannsson 81 högg
2. Haraldur Haraldsson 88 högg
3. Rögnvaldur Dofri Pétursson 88 högg
4. Einar Magnús Ólafsson 90 högg
5. Björn Jónsson 91 högg
Nánari stöðu í öllum flokkum má sjá á golf.is.