Meistaramót 2011 – tvær holur í höggi í dag!

Nesklúbburinn Almennt

Kylfingar á Nesinu halda áfram að ganga í Einherjaklúbbinn en tveir kylfingar fóru holu í höggi í dag. Hafa þá alls fjórir kylfingar farið holu í höggi á meistaramótinu.

Meistaraflokksmaðurinn Guðjón Ármann Guðjónsson fór holu í höggi á fimmtu braut. Hann notaði 5 járn, boltinn lenti ca. 5 metra frá holu og rúllaði svo beina leið ofan í. Sannkallað afrek á þessari lúmsk erfiðu braut.

Þá fór Davíð Kristján Guðmundsson sem leikur í 2. flokki karla holu í höggi á 2. braut. Hann sló létt með 9 járni, boltinn hoppaði nokkrum sinnum á flötinni og söng svo í holunni. Fagnaðarlætin heyrðust um allan völl!

Við óskum Guðjóni og Davíð til hamingju!