Fjórir flokkar luku leik í mestaramóti Nesklúbbsins í dag, þriðjudag, á sama tíma og tveir flokkar hófu leik.
Í 3. flokki karla bar Einar Magnús Ólafsson sigur úr býtum eftir mikla keppni við Sverri Davíðsson og Ástvald Jóhannsson. Einar var í forystu í byrjun dags en eftir níu holur átti Sverrir eitt högg á Einar og Ástvald. Einar lék hinsvegar manna best á seinni níu holunum og hafði fimm högga sigur. Ástvaldur varð annar og Sverrir þriðji.
Í 4. flokki karla náði Björgvin Schram að verja tveggja högga forskotið sem hann náði á þriðja degi. Hann spilaði á 101 höggi lokadaginn, sama skori og Guðjón Kristinsson sem endaði í öðru sæti. Þriðji varð Þorgeir J Andrésson.
Í Drengjaflokki 14 ára og yngri sigraði Gunnar Geir Baldursson nokkuð örugglega með ellefu högga mun. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Hjalti Sigurðsson og Sigurður Örn Einarsson, en Hjalti setti niður glæsilegt 10 metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana og hreppti þannig annað sætið.
Í C flokki kvenna var spenna fram á síðustu holu. Þar enduðu leikar þannig að Helga Guðmundsdóttir hafði betur í baráttunni gegn Karitas Kjartansdóttur og vann að lokum með tveggja högga mun. Hrefna Haraldsdóttir varð þriðja.
Í drengjaflokki 15 – 18 ára leiðir Jónatan Jónatansson með einu höggi eftir fyrsta hring. Hann spilaði á 75 punktum og er það einu höggi betra en forgjöfin segir til um. Annar er Dagur Jónasson á 76 höggum og þriðji er Daði Laxdal Gautason á 79 höggum. Bjarni Rögnvaldsson spilaði einnig gott golf í drengjaflokknum í morgun, hann var á 90 höggum en fyrir það fær hann 39 punkta.
Sara Magnúsdóttir átti sannkallaðan draumahring í dag og leiðir B flokk kvenna eftir fyrsta hring, en hún spilaði á 91 höggi sem gaf henni 43 punkta. Önnur er Jónína Lýðsdóttir sem einnig spilaði mjög vel, hún var á 95 höggum sem gaf henni 40 punkta. Ekki slæm byrjun í rokinu á Nesinu.
3. flokkur karla – Úrslit
1 Einar Magnús Ólafsson 90 89 87 91 357
2 Ástvaldur Jóhannsson 81 92 96 93 362
3 Sverrir Davíðsson 92 90 87 94 363
4. flokkur karla – Úrslit
1 Björgvin Schram 109 97 101 101 408
2 Guðjón Kristinsson 104 101 104 101 410
3 Þorgeir J Andrésson 98 108 111 110 427
Drengjaflokkur 14 ára og yngri – Úrslit
1 Gunnar Geir Baldursson 90 87 84 261 högg
2 Hjalti Sigurðsson 97 88 87 272 högg
3 Sigurður Örn Einarsson 96 89 87 272 högg
C Flokkur kvenna – Úrslit
1 Helga Guðmundsdóttir 117 132 99 119 467 högg
2 Karitas Kjartansdóttir 114 115 114 126 469 högg
3 Hrefna Haraldsdóttir 127 127 130 129 513 högg
Drengjaflokkur 15 – 18 ára
1 Jónatan Jónatansson 75 högg
2 Dagur Jónasson 76 högg
3 Daði Laxdal Gautason 79 högg
4 Eiður Ísak Broddason 82 högg
5 Eggert Rafn Sighvatsson 83 högg
B Flokkur kvenna
1 Sara Magnúsdóttir 91 högg
2 Jónína Lýðsdóttir 95 högg
3 Jórunn Þóra Sigurðardóttir 100 högg
4 Sigríður Hafberg 101 högg
5 Guðlaug Guðmundsdóttir 102 högg
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju! Nánari úrslit og stöðu má sjá á golf.is.