Meistaramóti barna og unglinga lokið

Nesklúbburinn Almennt

Það var heldur betur stuð og stemning á vellinum í gær þegar lokadagur Meistaramótsins í barna og unglingaflokkum fór fram.  það voru rétt um 40 krakkar sem tóku þátt í mótinu og voru leiknir þrír hringir.  Að móti loknu var svo haldin uppskeruhátið þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum en öll úrslit má sjá á Golfbox.