59. Meistaramótið í fullorðinsflokkum hófst í morgun

Nesklúbburinn Almennt

Morgunsól og blanka logn umlék keppendur í fyrstu ráshópunum sem hófu leik í 59. Meistaramóti Nesklúbbsins í morgun.   Það var þriðj flokkur karla sem réð á vaðið og má hér sjá mynd af fyrsta ráshópnum sem hóf leik kl. 07.30 að staðartíma.  Framundan er svo algjör golfveisla næstu 8 daga þegar keppt verður í 13 flokkum.  Hvetjum við áhugasama til að gera sér ferð út í golfskála til að upplifa stemninguna beint í æð og fylgjast með framvindu mála í mótinu.