MEISTARAMÓTIÐ 2022 – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í dag, mánudaginn 13. júní hefst skráning í 58. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 25. júní – 7. júlí.  Skráning fer nú fyrst um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox).  Af gefinni reynslu verður að sjálfsögðu ekki reynt að vísa möppunni gömlu og góðu á dyr eins og í fyrra, enda hlaut sá gjörningur bæði réttmætar og vægast sagt dræmar undirtektir.  Mappan verður sett fram í vikunni og verður sem fyrr staðsett í golfskálanum.  Þar má einnig nálgast allar frekari upplýsingar um mótið.

Flokkaskiptingu og leikdaga hvers flokks fyrir sig má einnig sjá með því að smella hér: Meistaramót 2022 áætlaðir leikdagar og rástímar

Athugið að taflan sýnir áætlaða leikdaga en það mun ekki koma í ljós fyrr en að skráningu lokinni hvernig endanleg niðurröðun verður – leiktímar geta því tekið breytingum eftir fjölda þátttakenda.

Skráningu í mótið lýkur stundvíslega kl. 22.00 fimmtudaginn 23. júní og verður endanleg niðurröðun flokka birt hér á síðunni föstudaginn 24. júní

Lágmarksfjöldi í hvern flokk er þrír leikmenn.  Ef ekki næst tilskilinn fjöldi í einhvern flokk verður hann felldur niður og þátttakendum sem höfðu skráð sig í viðkomandi flokk verður gefinn kostur á að skrá sig í annan flokk.

Í mótsstjórn verða:

Aðalsteinn Jónsson
Erling Sigurðsson
Guðrún Valdimarsdóttir
Haukur Óskarsson
Hjalti Arnarson
Jóhann Karl Þórisson
Þorsteinn Guðjónsson