Merkt föt til sölu – fyrstur kemur fyrstur fær

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Á morgun, 17. júní verður til sölu fatnaður merktur Nesklúbbnum (með NK logó-inu).  Um er að ræða kjarakaup þar sem að það er bara ein flík í hverri stærð og því lækkum við verðið svo um munar.  Við hvetjum ykkur því til að gera ykkur ferð út á golfvöll í fyrramálið ef þið hafið áhuga – því þetta er einfaldlega fyrstur kemur fyrstur fær.  Á meðfylgjandi mynd má sjá hvað í boði er sem og hvað varan kostar.

Athugið að fötin eru eingöngu til sölu í gegnum starfsmann á skrifstofu.