Meistaramótið 2023 – línur að skýrast

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramótið í fullorðinsflokkum hófst í gær þegar 8 flokkar hófu leik í veðurblíðunni sem tók á móti keppendum á fyrsta degi mótsins.  Það var heldur hvassara í dag þegar leið á daginn en engu að síður frábær tilþrif og línur farnar að skýrast í nokkrum flokkum.  Á morgun klára heldri flokkarnir sitt mót þegar þeir keppendur sem þar eru leika sinn þriðja og síðasta hring.  Við erum að keyra lifandi skor í mótinu þannig að allir geti fylgst með og hefur myndast frábær stemning í golfskálanum á meðan á mótinu stendur.  Við hvetjum alla, keppendur sem og aðra félagsmenn að gera sér ferð út í skála og sjúga í sig stemninguna sem myndast hefur.  Annars má sjá öll úrslit í mótinu inni á golf.is (golfbox) eða með því að smella hér.