Meistaramótið 2023 – lokadagur skráningar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld.  Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga.  Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir tímamörkin í kvöld.

Meistaramótsnefnd