Meistaramótið byrjað

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramót Nesklúbbsins 2023 er farið af stað. Keppni hófst í barna- og unglingaflokkunum í dag og eru 37 krakkar sem taka þátt í ár. Haukur Thor Hauksson sló fyrsta höggið í mótinu í ár og mun hann Hjalti okkar að sjálfsögðu standa vaktina og ræsa út keppendur í meistaramótinu í ár.
Við minnum á að skráningu fyrir mótið í fullorðinsflokkum lýkur kl 22 í kvöld.