Meistaramótið 2024 – skráning er hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Skráning er nú hafin í fullorðinsflokkum fyrir 60. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 3. júlí – 13. júlí.  Skráning fer fram á Golfbox (smella hér).

Allt um Meistaramótið 2024 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið.

Rástímataflan sem sýnir áætlaða leikdaga má sjá með því að smella hér en hún sýnir hvaða daga viðkomandi flokkar leika.  Frekari upplýsingar um áætlaða rástíma verða birtar þegar skráningu lýkur.

Skráningu í mótið lýkur stundvíslega kl. 22.00 miðvikudaginn 3. júlí og verður endanleg niðurröðun flokka sem og rástímar fyrsta dags birtir á heimasíðunni og í Golfbox föstudaginn 5. júlí

Lágmarksfjöldi í hvern flokk er þrír leikmenn.  Ef ekki næst tilskilinn fjöldi í einhvern flokk verður hann felldur niður og þátttakendum sem höfðu skráð sig í viðkomandi flokk verður gefinn kostur á að skrá sig í annan flokk.

Í mótsstjórn verða:

Aðalsteinn Jónsson
Erling Sigurðsson
Guðrún Valdimarsdóttir
Haukur Óskarsson
Hjalti Arnarson
Jóhann Karl Þórisson, formaður
Þorsteinn Guðjónsson