Mótaskrá Nesvalla

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það verður mikið um að vera í inniaðstöðunni á Nesvöllum í vetur og enn er hægt að tryggja sér fastan tíma fyrir veturinn. Til þess að bóka fastan tíma er best að senda tölvupóst á Nökkva golfkennara, nokkvi@nkgolf.is en einnig er hægt að hringja í síma 561-1910.

Opnunartímar inniaðstöðunnar í vetur:

Allir virkir dagar: 10 til 14 og 17 til 23 (lokað er á milli 14 og 17 vegna æfinga í barna og unglingastarfi).

Laugardagar: 12 til 18 (hægt er að bóka fasta tíma eftir klukkan 18).

Sunnudagar: 10 til 23.

 

Mótaskrá fyrir veturinn liggur nú fyrir.

Mótaskrá Nesvalla 2022-2023:

 

1. nóvember til 30. nóvember – Haustmót – Punktakeppni með forgjöf

Einn hringur með golfbox forgjöf í nóvember.

  1. verðlaun 5 klst inneign á Nesvöllum
  2. verðlaun 3 klst inneign á Nesvöllum
  3. verðlaun 2 klst inneign á Nesvöllum

Til að taka þátt þarf að hlaða niður Trackman appinu, panta tíma á Nesvöllum og fá starfsmann til þess að skrá sig inn í mótið.

 

1. desember til 1. Janúar – Áramót – Höggleikur með og án forgjafar

Ótakmarkaður fjöldi hringja á tímabilinu en aðeins sá besti gildir. Leikið með Golfbox forgjöf.

  1. verðlaun 5 klst inneign á Nesvöllum
  2. verðlaun 3 klst inneign á Nesvöllum
  3. verðlaun 2 klst inneign á Nesvöllum

Til að taka þátt þarf að hlaða niður Trackman appinu, panta tíma á Nesvöllum og fá starfsmann til þess að skrá sig inn í mótið.

 

 

10. janúar til 10. apríl – Liðakeppni NK í golfhermum – Greensome

2 leikmenn mynda saman lið sem leikur holukeppni gegn öðru liði með Greensome fyrirkomulagi með Trackman forgjöf. Fyrst er leikið í riðlum og svo farið í útsláttarkeppni. Fjöldi umferða ræðst af skráningu.

Skráningarfrestur er til 5. janúar 2022 á netfangið nokkvi@nkgolf.is

 

  1. verðlaun glaðningur frá ÍSAM/Titleist
  2. verðlaun glaðningur frá ÍSAM/Titleist

 

Til að taka þátt þarf að vera með Trackman appið og gilda Trackman forgjöf. Til þess að Trackman forgjöf teljist gild þurfa að vera að minnsta kosti 4 leiknir hringir að baki.

 

 

1. febrúar til 1. apríl

 

Meistaramót NK  í golfhermum kvennaflokkur með forgjöf og án forgjafar

 

Meistaramót NK  í golfhermum karlaflokkur með forgjöf og án forgjafar

 

Leiknir eru 3 hringir á tímabilinu sem allir telja. Í flokki með forgjöf er leikið með Trackman forgjöf, til þess að hafa gilda Trackman forgjöf þurfa að vera að minnsta kosti 4 hringir að baki forgjöfinni.

 

Klúbbmeistari NK í golfhermum er sá sem leikur hringina 3 á fæstum höggum samtals.

Klúbbmeistari NK í golfhermum með forgjöf er sá sem leikur hringina 3 á fæstum höggum með forgjöf samtals.

 

Verðlaunagripir verða veittir fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum.

Til að taka þátt þarf að vera með Trackman appið og panta tíma á Nesvöllum og fá starfsmann til þess að skrá sig inn í mótið.