Nesvellir loka fyrir sumarið og æfingasvæðið opnar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn,

Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins mun nú loka frá og með morgundeginum, 1. maí.  Æfingar barna- og unglinga munu þó halda þar áfram fram að skólalokum.

Æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli verður opnað við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 2. maí kl. 14.00 þegar boltavélin verður sett í gang.

Við minnum svo á Hreinsunardaginn sem haldinn verður laugardaginn 6. maí og hvetjum við alla til að mæta.  Það verður nánar auglýst þegar nær dregur en hægt er að skrá sig á Hreinsunardaginn inni á Golfbox eða með því að smella hér