Hreinsunardeginum frestað um viku

Nesklúbburinn Almennt

Nú styttist heldur betur í golftímabilið og eru margir farnir að horfa til þess hvenær völlurinn opnar.  Veturinn og vorið hefur þó því miður ekki alveg verið að vinna með okkur.  Vegna veðurfars og ástand vallarins hefur því verið ákveðið að fresta hreinsunardeginum um viku eða til laugardagsins 6. maí.  Við hvetjum félagsmenn til að taka daginn frá þar sem næg verkefni liggja fyrir og því von okkar að það verði góð mæting.  Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur.

Vallarnefnd