NTC hjóna- og parakeppnin á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt

Hið stórglæsilega NTC hjóna- og parakeppni fer fram laugardaginn 10. júní.  Uppselt er í mótið en hægt að skrá sig á biðlista á skrifstofu klúbbsins í síma: 561-1930.

Hjóna- og parakeppnin er í styrkt af NTC og er innanfélagsmót þar sem karlmaður og kvennmaður (ath 20 ára aldurstakmark) leika saman í liði samkvæmt eftirfarandi leikfyrirkomulagi:

Fyrri 9 holurnar verður leikinn betri bolti og seinni 9 holurnar verður leikið eftir Greensome fyrirkomulagi.

Í betri bolta fá allir sína leikforgjöf þó að hámarki 36 og í Greensome fyrirkomulaginu reiknast forgjöfin út þannig að deilt er með tveimur í heildarforgjöf hvers liðs.

Greensome fyrirkomulagið virkar þannig að báðir slá af teigum, velja í sameiningu annað upphafshöggið og leika síðan annað hvort högg með þeim bolta eftir það.  Sá sem átti teighöggið sem var valið slær ekki næsta högg á þeirri braut.

Verðlaun fyrir þrjú efsti sætin í höggleik með forgjöf og nándarverðlaun á par 3 holum.

ATH: Ræst verður út af öllum teigum kl. 14.00.

Hámarksforgjöf í mótinu er gefin í báðum flokkum: 36

Verðlaun:

  1. sæti: 2 x 30.000 gjafabréf í NTC
  2. sæti: 2 x 20.000 gjafabréf í NTC
  3. sæti: 2 x 15.000 gjafabréf í NTC

Aukaverðlaun:

2./11. braut: Næstur holu – 10.000 kr. gjafabréf í NTC
5./14. braut: Næstur holu – 10.000 kr. gjafabréf í NTC
7./16. braut: Næstur holu í 4 höggum í Greensome – 10.000 gjafabréf í NTC
8./17. braut: Næstur holu í tveimur höggum – 10.000 gjafabréf í NTC