NTC Hjóna- og parakeppnin verður 19. september

Nesklúbburinn

Þá er allt að gerast.  Eftir að fjarlægðartakmarkanirnar voru rýmkaðar sökum COVID getum við nú loksins haldið NTC hjóna- og parakeppnina og þetta stórskemmtilega mót verður því haldið laugardaginn 19. september (að því gefnu að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir).

Til að gæta sanngirnis þá ætlum við að halda okkur við það fyrirkomulag sem gefið var út á heimasíðu klúbbsins 20. júlí og hljómaði eftirfarandi:

„Þeir kylfingar sem áttu sæti í mótinu eins og til stóð að halda það á laugardaginn (18. ágúst) verður gefinn kostur á að staðfesta þátttöku í mótið 15. ágúst (nú 19. september).  ATH: það á við þá sem áttu rástíma í mótið á laugardaginn (18. júlí) – ekki þá sem höfðu áður afbókað sig miðað við mótið 2019.“

Það verður nú óskað eftir staðfestingu dagana 11. – 13. september.

Fyrir sæti sem losna verður búinn til biðlisti á skrifstofunni föstudaginn 11. september og er hægt að skrá sig á hann á skrifstofunni eða með því að senda tölvupóst á nkgolf@nkgolf.is.

Hlökkum til að sjá ykkur 19. ágúst – þetta verður geggjað.

Mótanefnd