Októbermótaröðin sem hófst sl. sunnudag heldur áfram sunnudaginn kemur, 9. október. Mótið, sem er innanfélagsmót, hefst klukkan 13.00 og verða leiknar 9 holur, punktakeppni með fullri forgjöf. Þátttökugjald er kr. 1.000.
Allur ágóði mótaraðarinnar rennur óskiptur til æfingaferðar unglinga sem farin verður næsta vor. Það er því um að gera að lengja tímabilið, taka þátt í skemmtilegum mótum til styrktar góðu málefni og um að gera að taka einn eða tvo félaga með.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverju móti en einnig verða gefin stig fyrir fyrstu fimm sætin í hverju móti og mun stigahæsti kylfingurinn að mótaröðinni lokinni standa uppi sem sigurvegari og hljóta vegleg verðlaun. Stigagjöfin verður eftirfarandi:
- sæti – 5 stig
- sæti – 4 stig
- sæti – 3 stig
- sæti – 2 stig
- sæti – 1 stig
Mótin verða haldin á hverjum sunnudegi út október svo framarlega sem veður leyfir og verður það tilkynnt hér á nkgolf.is eigi síðar en á fimmtudögum fyrir hverja helgi hvort af móti verður. Foreldraráð áskilur sér þó rétt til breytinga eftir það ef það metur aðstæður svo.