Úrslit í Styrktarmóti unglinga 2. október

Nesklúbburinn Almennt

Fyrsta styrktarmót unglinga í Októbermótaröðinni fór fram sunnudaginn 2. október.

37 þáttakendur mættu og spiluðu í ágætu veðri þrátt fyrir örlitla rigningu. Úrslit urðu sem hér segir:

1.sæti   Helga Kristín Einarsdóttir               23 punktar

2.sæti    Rafn Benediktsson                        20 punktar

3.sæti    Jórunn Þóra Sigurðardóttir           20 punktar

 

Taldar voru 6 síðustu holurnar til að fá úrslit milli Rafns og Jórunnar og voru þau áfram jöfn á 16 punktum.

Taldar voru 3 síðustu holurnar og var Rafn á 7 punktum og Jórunn á 5 punktum.

Þökkum öllum stuðninginn og væntum þess að sem flestir mæti í næsta mót um næstu helgi.