Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn

Lokaumferðirnar í Öldungabikarnum fóru fram í gær.  Keppni var æsispennandi allt til enda en svo fór á lokum að Aðalsteinn Jónsson, nýbakaður meðlimur í öldungaflokki bar sigur úr býtum.  Aðalsteinn hlaut á endanum 5 vinninga eins og Hinrik Þráinsson en þar sem að Aðalsteinn var sæti ofar fyrir lokaumferðina bar hann á endaum sigur úr býtum. 

Hástökkvari mótsins var Árni Vilhjálmsson, en hann hoppaði upp um 21. sæti frá fyrstu umferð.

Þeir Aðalsteinn og Árni hlutu báðir glæsilega gjafavinninga frá Icelandair að launum.  

Staða efstu keppenda varð annars eftirfarandi:

1. sæti: Aðalsteinn Jónsson – 5 vinningar
2. sæti: Hinrik Þráinsson – 5 vinningar
3. sæti: Þráinn Rósmundsson – 4,5 vinningar
4. sæti: Oddný Rósa Halldórsdóttir – 4,5 vinningar
5. sæti: Halldór Bragason – 4,5 vinningar
6. sæti: Hörður Runólfur Harðarson – 4,5 vinningar
7. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson – 4 vinningar
8. sæti: Friðþjófur Helgason – 4 vinningar
9. sæti: Hörður Lúðvíksson – 4 vinningar

Hástökkvari mótsins: Árni Vilhjálmsson, 21 sæti

Þetta var í þriðja skipti sem Öldungabikarinn er haldinn og er spiluð holukeppni þar sem keppendur raðast upp eftir monrad fyrirkomulagi. þrjátíu og sex þátttakendur mættu til leiks.