Mánudaginn 6. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP.
Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Mótið er opið öllum kylfingum.
Hámarksforgjöf gefin: 28.
VERÐLAUN:
PUNKTAKEPPNI
1. sæti: 30.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
2. sæti: 20.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
3. sæti: 15.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
BESTA SKOR:
1. 30.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
NÁNDARVERÐLAUN:
2./11. braut: 10.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
5./14. braut: 10.000 kr. gjafabréf í NTC og gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn 2022
Teiggjöf: Kassi af sportþrennu frá Lýsi
Skráning hefst sunnudaginn 29. maí kl. 13.00 og stendur til laugardagsins 4 . júní kl. 16.00. Skráning fer fram á Golfbox eða með því að smella hér.