Rástímar

Nesklúbburinn

Af gefnu tilefni.  Nú er daginn farið að stytta og því töluvert færri rástímar í boði fyrir félagsmenn á degi hverjum sökum myrkurs.  Það er því miður of mikið um það að félagsmenn bóki rástíma en mæti svo ekki.  Sýnum nú tillitssemi og afbókum okkur með fyrirvara ef ekki stendur til að mæta, það gæti einhver annar vilja nota rástímann.

Svo skal það líka ítrekað að það er ekki heimilt að notfæra sér nöfn/aðildanúmer félagsmanna til að bóka rástíma nema að viðkomandi ætli að mæta.  Vissulega geta komið upp breytingar frá því að tíminn var bókaður þar til að honum kemur en það ber þá að breyta því á Golfbox.  Einnig er hægt að hringja út í golfskála og biðja um nafnabreytingu.