Staðan í öldungamótaröðinni

Nesklúbburinn

 gær fór fram sjöunda og næst síðasta mótið í öldungamótaröð Nesklúbbsins.  Fimm bestu mótin af sjö munu telja til sigurs og línur því farnar að skýrast í bæði kvenna og karlaflokki.  Núna á fimmtudaginn fer áttunda og síðsta mótið fram samhliða fimmtudagsmótinu sem þá verður haldið.  Hér að neðan má sjá stöðu efstu manna og kvenna.  Í karlaflokki hafa tveir kylfingar tekið þátt í öllum mótunum sem haldin hafa verið og geta þeir því tekið sinn versta hring út til að sjá stöðuna.  Í kvennaflokki hafa tvær konur tekið þátt í fjórum mótum en aðrar minna og má því gera ráð fyrir því að keppnin verði á milli þeirra tveggja.  Staðan í flokkunum er annars þannig:

Kvennaflokkur:

Sæti Nafn 14.5 21.5 24.5 4.6 7.6 18.6 16.7 19.7 Samtals
1 Björg Viggósdóttir   29 31 31   33     124
2 Kristín Erna Gísladóttir     34 31 25 32     122
3 Oddný Rósa Halldórsdóttir   33 37           70
4 Jónína Birna Sigmarsdóttir   0 32     32     64
5 Þyrí Valdimarsdóttir   38             38
6 Ágústa Dúa Jónsdóttir     36           36
7 Halldóra Axelsdóttir             36   36
8 Þuríður Halldórsdóttir     31           31

Karlaflokkur:

Sæti Nafn 14.5 21.5 24.5 4.6 7.6 18.6 16.7 19.7 Samtals 5 bestu
1 Walter Lúðvík Lentz 0 31 31 40 28 33 35   198 170
2 Örn Baldursson 0 37 31 34 30 34 33   199 169
3 Ágúst Þorsteinsson 0 36   35 31 28 36   166 166
4 Hörður Runólfur Harðarson 0 34 22 31 31   34   152 152
5 Ellert B. Schram       39 24 38 29   130 130
6 Sigurður H B Runólfsson 0 34 31 30 22       117 117