Skálinn lokar eftir morgundaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þar sem að það stefnir í mikið hvassviðri og slæmt veður á laugardaginn verður á morgun, föstudaginn 29. september, síðasti dagurinn sem veitingasalan verður opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.  Mögulega verður eitthvað opnað einhverja daga í október ef vel viðrar en það á eftir að koma í ljós.  Þið sem eigið ennþá inneign í veitingasölunni hafið því morgundaginn til að nýta hana og þið sem eitthvað skuldið í veitingasölunni, endilega komið við á morgun og gerið það upp.