Skálinn og völlurinn loka á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt

Að bændaglímu lokinni núna á laugardaginn lokar veitingasala klúbbsins og önnur þjónusta í skálanum fram á næsta vor.  Einnig mun völlurinn loka fyrir alla aðra en fullgilda félagsmenn klúbbsins og eru þ.m.t. öll fríkort sem veitt hafa aðgang að vellinum í sumar.

Fyrir þá kylfinga sem leika golf yfir vetrarmánuðina fer af stað 1. október, mótaröð á laugardögum og verður leikið út mánuðinn á þeim dögum þegar veður leyfir.  Það verður nánar auglýst síðar.

Leikið verður af teigum og inn á sumarflatir eins lengi og veður leyfir í haust.

Opið verður fyrir salernisaðstöðu í klúbbhúsinu í vetur þegar að starfsemi er í húsinu og/eða á vellinum.

Þeir kylfingar sem ennþá eiga óuppgerð reikningsviðskipti í veitingasölunni eru vinsamlegast beðnir um að gera þau upp fyrir helgi.