Páskagolfferð félagsmanna Nesklúbbsins

Nesklúbburinn Almennt

Könnun á áhuga félagsmanna í Nesklúbbnum á Páskagolfferð

Unglingaráð NK fyrirhugar að skipuleggja golfferð næstkomandi páska til Spánar fyrir alla félagsmenn í Nesklúbbnum.

Í  tilefni af því boðum við til kynningarfundar sunnudaginn 9. október kl. 15:00 í golfskálanum á Seltjarnarnesi þar sem ferðin verður kynnt og áhugi félagsmanna kannaður.

Þeir félagsmenn sem ekki komast á fundinn en hafa áhuga á ferðinni  eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á nk@nk.is fyrir 12. október 2011

Þegar  fyrir liggja upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa áhuga verður farið í að afla tilboða en stefnt er að því að í boði verða 2-3 valkostir sem hægt verður að velja um. Þegar tilboð liggja fyrir verða þau kynnt félagsmönnum og í framhaldi geta félagsmenn pantað sína ferð.

Unglingaráð NK