Skoðanakönnun NK – komdu þínum sjónarmiðum á framfæri

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Stórn klúbbsins hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun á meðal félagsmanna um ýmis málefni er tengjast klúbbnum, þar á meðal þjónustu við félagsmenn.   Okkur finnst mikilvægt að heyra þína skoðun til að geta unnið sem best í takti við skoðanir og þarfir félagsmanna. Með niðurstöður úr slíkri könnun getum við með markvissum hætti reynt að tryggja jákvæða upplifun ykkar á starfsemi klúbbsins.

Gallup hefur verið falið að framkvæma þessa könnun á næstu dögum og er þýðingamikið að sem flestir taki þátt í könnuninni.  Öllum reglum Gallup um framkvæmd slíkra kannana verður framfylgt.  Þar á meðal sú regla að könnunin verður ekki send á þá einstaklinga sem eru „bannmerktir“ í þjóðskrá.  „Bannmerkt“ þýðir að viðkomandi afþakkar eða vill öllu jafna ekki taka þátt í slíkum könnunum.  Viðkomandi einstaklingar geta haft samband á skrifstofu Nesklúbbsins hafi þeir hug á að taka þátt í þessari könnun með því að senda tölvupóst á nkgolf@nkgolf.is.

MIKILVÆGT: Við framkvæmd skoðanakönnunarinnar verða notuð netföng félagsmanna sem eru skráð inni á Golfbox.  ATH: þessi póstur er ekki sendur í gegnum þann lista.  Það er því nauðsynlegt að allir sem eru ekki með netföng sín skráð á Golfbox eða þurfa að uppfæra þau geri það eigi síðar en sunnudaginn 22. október næstkomandi.

Við hvetjum alla til að segja sína skoðun og taka þátt í könnuninni sem send verður út fljótlega eftir næstu helgi.

Stjórn Nesklúbbsins