Skráning að hefjast á golfleikjanámskeiðin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Við hjá Nesklúbbnum verðum með 8 Golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Skráning á námskeiðin hefst núna á föstudaginn (26. apríl) kl. 9:00.
Námskeiðin eru frábær leið fyrir krakka til að kynnast golfinu sem ekki hafa stundað íþróttina áður en svo eru námskeiðin á sama tíma líka hugsuð fyrir þá krakka sem eru nú þegar að æfa hjá okkur golf eða hafa sótt námskeið hjá okkur áður.
Skráningin mun fara fram í gegn um sportabler.com/shop/nesklubburinn