Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram fimmtudaginn 18. maí.  Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni.   Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér.

Mótanefnd