Fyrsta kvennamót NK kvenna á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Á morgun, þriðjudaginn 16. maí fer fram fyrsta kvennamótið af sjö.  Eins og venjulega er bara að skrá sig á blaðið í kassanum góða sem staðsettur verður í veitingasölunni og muna að greiða kr. 1.000.- í umslag sem er líka í kassanum.  Annars eru helstu reglur mótanna hér:

Reglur fyrir þriðjudagsmót NK kvenna

  • Heimilt er að byrja að spila:
    • 9 holur á milli kl. 9:00 og 20:00
  • Skrá verður þátttöku og greiða þátttökugjald áður en leikur hefst.
  • Skráning í mót er á þátttökublaði í kvennanefndarkassanum í veitingasölu og þátttökugjald 1.000 kr. er greitt í umslag í kassanum.
  • Skila skorkorti, undirrituðu af bæði leikmanni og ritara í kassann að leik loknum
  • Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, fjórða og áttunda sæti fyrir flesta punkta í hverju móti.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í hverju móti.  Sama kona getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum og komi sú staða upp að sama kona sé í fyrsta sæti í báðum flokkum skal hún hljóta verðlaun fyrir besta skor og niðurröðun í punktakeppninni þannig breytast í samræmi við það.

Að öðru leyti gilda almennir keppnisskilmálar Nesklúbbsins.
Mætum allar og höfum gaman af.

Nánar má sjá upplýsingar um dagskrá kvennastarf sumarsins inni á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is