Skráning hafin í OPNA COCA COLA

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opna COCA – COLA mótið, elsta opna golfmót á Íslandi fer nú fram í 61. skiptið í ár á Nesvellinum sunnudaginn 16.ágúst . Rástímar eru frá kl. 08.00 – 10.00 og 13.00 – 15.00.

Mótsfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.
Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 (teigar 53) og Konur: 28 (teigar 47).

VERÐLAUN:

Höggleikur:

1. sæti:  40.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós
2. sæti:  30.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós
3. sæti:  20.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós

Höggleikur með forgjöf:

1. sæti: 40.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós
2. sæti: 30.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós
3. sæti: 20.000 kr. gjafabréf + kassi af kók í dós

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Gjafabréf + kassi af kók í dós
5./14. braut: Gjafabréf + kassi af kók í dós

Ef tveir eða fleiri kylfingar verða jafnir með besta skor án forgjafar skal leikinn bráðabani til að útkljá sigurvegara. Ef fleiri en tveir kylfingar eru jafnir með besta skor skal leikið til þrautar um öll verðlaunasæti. Annars ræður betri seinni 9 hringur til um í hvaða sæti kylfingar raðast ef kylfingar eru jafnir í 2. eða 3. sæti.

Skráning fer fram á golfbox eða með því að smella hér.