Skráningu lokið í Meistaramótið

Nesklúbburinn

Skráningu í Meistaramót klúbbsins lauk núna kl. 22.00 í kvöld.  Eftir frekar dræma skráningu framan af vikunni tók fólk heldur betur við sér í gær og í dag og á endanum höfðu 192 félagsmenn skráð sig til leiks í þessu stærsta móti sumarsins.  Svo virðist sem dreifingin sé meiri í flokkana en áður hefur verið og enginn einn flokkur sem er langfjölmennastur eins og undanfarin ár.  

Uppfærð rástímatafla verður birt hér á vefnum í kringum hádegi á morgun og rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 5. júlí verða birtir seinnipartinn á morgun, föstudag.