Styrtkarmót Óla Lofts á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Sunnudaginn 22. júlí fer fram styrktarmót á Nesvellinum fyrir Ólaf Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Leynt og ljóst hafa draumar Ólafs Björns Loftssonar undanfarin ár legið í átt að atvinnumennsku. Eftir farsælan áhugamannaferil bæði á námsárum sínum í Bandaríkjunum sem og hér heima þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik árið 2009, hefur Ólafur ákveðið að stíga næsta skref og gerast atvinnumaður í golfi í næsta mánuði. Stefnan er sett á úrtökumótin fyrir evrópsku og/eða bandarísku mótaröðina í haust og miðast æfingar Ólafs og áætlanir við það að vera sem best undirbúinn þegar þau mót hefjast.

Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður ræst út til klukkan 19:00. Ekki eru bókaðir rástímar heldur er boltarennan í gildi á fyrsta teig.

Leiknar verða 9 holur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik án forgjafar. Einnig verða veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir nákvæmasta teighögg ásamt því að dregið verður úr skorkortum.

Verðlaunaafhending er áætluð um klukkan 21:30. Verð á hverjar 9 holur er 3.000.-kr. en þátttakendum er frjálst að leika fleiri hringi og telur þá besti hringurinn.

Helstu styrktaraðilar mótsins eru:
NESKLÚBBURINN, ICELANDAIR, ICELANDAIR HOTELS – SATT, ÖRNINN GOLFVERSLUN, ÖLGERÐIN, 66° NORÐUR, FASTUS, MARGT SMÁTT, ALTIS OG NAMO