Staðreyndir um Nesklúbbinn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Eftir að hafa fylgst með áherslum þeirra flokka sem í framboði eru í komandi bæjarstjórnarkosningum fannst okkur tilvalið að senda þeim nokkrar staðreyndir um Nesklúbbinn.  Klúbburinn stendur framarlega og tikkar í ansi mörg box sem flokkarnir setja á oddinn í sýnum málefnaflokkum.  Við teljum klúbbinn því geta lagt sitt af mörkum á mörgum sviðum við að gera bæjarfélagið enn betra í samstarfi við bæjaryfirvöld.  Einnig buðum við í leiðinni frambjóðendum í öllum flokkum að hitta okkur til frekari kynningar og ráðaskrafs ef þau hefðu áhuga á.

Með því að smella slóðina hér fyrir neðan er hægt að sjá kynninguna sem við sendum til frambjóðenda og við teljum að félagsmenn geti líka haft gagn og gaman af þessum fróðleikspunktum.

Staðreyndir um Nesklúbbinn

Stjórnin.