Styrktarmót unglinga á Uppstigningardag

Nesklúbburinn Almennt

Styrktarmót unglinga sem frestað var síðastliðinn sunnudag hefur verið sett á fimmtudaginn 2. júní sem er uppstigningardagur.  Mótið verður eins og áður var auglýst, punktamót þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á par 3 holum.  Skráning er hafin á golf.is. Allur ágóði mótsins rennur til unglingastarfs klúbbsins.

Mótanefnd