Sumarstarfsfólk á golfvöllinn fyrir sumarið 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmaður,

Ertu að leita þér að sumarvinnu eða átt kannski barn, frænda eða frænku sem eru að leita sér að sumarvinnu.

Nesklúbburinn óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn á golfvöllinn fyrir sumarið 2024.

Ráðningartímabil er frá maí – september og hentar því skólafólki vel.

Vinnutími vallarstarfsmanna er frá kl. 07:00-15:00 og reikna má með að vinna einn dag um helgi í hverri viku.  Athugið að einnig er unnið um verslunarmannahelgi. Vinnuvélaréttindi kostur en ekki nauðsynleg. Starfið hentar jafnt stelpum sem strákum.
Þar sem um sumarstarf er að ræða verður ekki tekið við umsóknum frá fólki sem þarf meira en 2 vikur í sumarfrí.

Umsóknir berist á netfangið birkir@nkgolf.is

Með golfkveðju,
Birkir Már, Vallarstjóri Nesklúbbsins