Sveitakeppni í 1. deild eldri kylfinga fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Leikið er í karla- og kvennaflokki og eru deildirnar skipaðar sveitum frá átta klúbbum. Leikfyrirkomulagið er holukeppni og eru leiknar þrjár umferðir eftir útláttarfyrirkomulagi. Nesklúbburinn átti sæti í 1. deild í flokkum beggja kynja og sendi að vanda sveitir til keppni. Í karlaflokki fór svo að lokum að sveit Nesklúbbsins, undir liðsstjórn Þráins Rósmundssonar, endaði í 3. sæti eftir sannfærandi sigur á sveit Keilis 3,5 – 0,5. Í kvennaflokki gekk ekki alveg jafnvel og eftir naumt tap 2 – 1 fyrir sveit Golfklúbbs Kjalar í dag endaði sveit Nesklúbbsins í áttunda sæti. Árangur karlasveitarinnar er eftir því sem menn muna sá besti sem sveit Nesklúbbsins hefur náð í sveitakeppni eldri kylfinga. Sveitirnar voru skipaðar eftirtöldum kylfingum:
Sveit Kvenna:
Ágústa Dúa Jónsdóttir, liðsstjóri
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Þuríður Halldórsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir
Sveit karla:
Eggert Eggertsson
Einar Ingvar Jóhannesson
Friðþjófur Helgason
Jóhann Reynisson
Jónatan Ólafsson
Hjalti Arnarson
Sævar Egilsson
Þráinn Rósmundsson, liðsstjóri