Sýnum stuðning í verki til Grindvíkinga

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nesklúbburinn vill bjóða öllum börnum sem æfa golf hjá golfklúbbi Grindavíkur að æfa tímabundið endurgjaldslaust hjá Nesklúbbnum.  Einnig vill Nesklúbburinn bjóða meðlimum Golfklúbbs Grindavíkur í golfherma Nesklúbbsins endurgjaldslaust  næstu tvær vikur til að byrja með.

Til að fá nánari upplýsingar um æfingatíma má senda tölvupóst á netfangið: steinn@nkgolf.is eða gudmundur@nkgolf.is

Til að bóka tíma í golfhermi er hægt að hringja í síma: 561-1910 eða senda tölvupóst á nesvellir@nkgolf.is.  Allar upplýsingar um opnunartíma má sjá á heimasíðu Nesklúbbsins, nkgolf.is

Þessum skilaboðum hefur verið komið á framkvæmdastjóra Golfklúbbs Grindavíkur sem getur komið skilaboðunum á rétta hópa og um leið aflað frekari upplýsinga ef þurfa þykir

Við sendum hlýhugar baráttukveðjur til allra Grindvíkinga,
Nesklúbburinn