Þú átt inneign á Nesvöllum – golf í 20 stiga hita og logni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi,

Eins og fram hefur komið og samþykkt var á aðalfundi í lok nóvember síðastliðnum að þá greiða félagsmenn nú kr. 5.000  sem eru inni í heildarupphæð félagsgjaldanna 2024.  Fyrir þessar kr. 5.000 fá félagsmenn kr. 10.000 sem inneign í Trackman golfhermum klúbbsins á Nesvöllum, glæsilegri inniaðstöðu klúbbsins á Austurströnd 5.  Athugið að þetta á eingöngu við félagsmenn 26 ára og eldri.  Þeir sem yngri eru geta fengið sömu kjör með því að mæta á Nesvelli og greiða þá kr. 5.000 og fá kr. 10.000.- inneign.

Við hvetjum ykkur til að bóka ykkur tíma sem fyrst þar sem gera má ráð fyrir að það verði mikið bókað á næstunni.  Hægt er að bóka tíma alveg fram til lok apríl, allt eins og þér hentar best.  Og fyrir ykkur sem ekki hafa komið áður að þá mun starfsfólk taka vel á móti ykkur aðst0ða og/eða kenna ykkur á Trackman golfhermana sé þess óskað.  Í Trackman golfhermunum sem eru þeir fullkomnustu á markaðnum er hægt að spila marga af flottustu og frægustu golfvelli heimsins í 20 stiga hita,  stuttbuxum og stuttermabol – hver er ekki til í það um miðjan vetur og skammdeginu sem nú er.  Allar nánari upplýsingar og tímabókanir í síma: 561-1910 eða á netfangið: nesvellir@nkgolf.is

Hringdu sem fyrst og bókaðu þér tíma – þetta eru þínir peningar.

Með innahúss golfkveðju,
Nefndin