Tilkynning vegna aðalfundar 2020

Nesklúbburinn

Tilkynning vegna
aðalfundar Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2020

Stjórn Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins 2020 þar til eftir áramót. Ekki er mögulegt að halda aðalfund með hefðbundnum hætti vegna fjöldatakmarkana sóttvarnaryfirvalda. Boðað verður til aðalfundar um leið og aðstæður leyfa.

Árskýrsla og endurskoðaðir reikningar félagsins verða aðgengilegir á heimasíðu klúbbsins (nkgolf.is) hinn 30. nóvember næst komandi. 

Stjórnin hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að innheimta, a.m.k. fyrst um sinn, sömu árgjöld og á yfirstandandi ári fyrir árið fyrir árið 2021, en endanleg ákvörðun um árgjöldin er á valdi væntanlegs aðalfundar, sbr. lög félagsins.   

Árgjöldin eru sem hér segir:

Félagsgjöld 20 ára og eldri:
Kr. 97.200 að meðtalinni inneign að fjárhæð kr. 7.000 í veitingasölu.

Félagsgjöld 15 ára og yngri:
kr. 41.800

Félagsgjöld 16 – 20 ára:
Kr. 62.700

Félagsgjöld 67 ára og eldri:
Kr. 82.900 að meðtalinni inneign að fjárhæð kr. 7.000 í veitingasölu.

Með baráttukveðju.

Stjórnin.