Tryggðu þér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Birtu er tekið að bregða og veturinn ekki langt undan. Kylfingar þurfa þó ekki að örvænta því golfið er nú orðið að heilsárs íþrótt með tilkomu okkar glæsilegu inniaðstöðu á Nesvöllum.

Við eigum enn eitthvað af lausum tímum og nú er rétti tíminn til að tryggja sér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum.

Sendið póst á nokkvi@nkgolf.is eða hringið í síma 561-1910 á milli 12 og 21 á virkum dögum til að festa tíma.