Tvö sæti laus í golferð Nesklúbbsins til Villaitana 14.-24. apríl

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna forfalla þá losnuðu tvö sæti í vorferðina til Villaitana á Spáni í samstarfi við Okkar Ferðir og Golfskálann, 14 – 24 april 2023.
Ef þið hafið áhuga á að fara með þá gildir eins og áður fyrstur kemur fyrstur fær. Email þarf að senda á info@okkarferðir.is og þarf að berast fyrir hádegi 3. mars.
Villaitana þarf vart að kynna fyrir Nesklúbbsmeðlimum. Um árabil hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína þangað.
Ferðatilhögun:
Brottför 14. apríl
Flug FI 584 brottför klukkan 08:50 koma klukkan 15:10
Akstur á hótelið
15.- 23. apríl
Golf og gleði.
Heimkoma 24. apríl
Farið frá hótelinu klukkan 13:00
Flug FI 585 brottför klukkan 16:10, áætlaður komutími 18:40
Verð
á mann í tveggja manna herbergi kr. 282.500
á mann í eins manns herbergi kr. 348.000
Innifalið. Flug með Icelandair, innrituð ferðataska 20 kg, handfarangur og flutningur á golfsetti. Gisting á Villaitan með morgunverði 10 í nætur Golf alla daga nema ferðadaga – 9 golfhringir. Ótakmarkað golf þannig að hægt er að bóka auka hring en það þarf að gera þegar leik er lokið og fer þá eftir því hvort og hvenær það er laust.
Akstur til og frá flugvelli.