Úrslit í ECCO mótinu í dag

Nesklúbburinn Almennt

ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í dag.  Það voru 104 þátttakendur skráðir til leiks og komust færri að en vildu.  Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson  – 71 högg
2. sæti: Heiðar Steinn Gíslason – 72 högg
3. sæti: Gauti Grétarsson – 73 högg

Punktakeppni:

1. sæti:  Benedikt Blöndal Sveinsson – 52 punktar
2. sæti:  Bragi Þór Sigurðsson – 41 punktur
3. sæti:  Elsa Nielsen – 41 punktur

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Rúnar Geir Gunnarsson – 5,35 metra frá holu
5./14. braut: Pétur Orri – 3,01 metra frá holu
9./18. braut: Sveinn Þór Sigþórsson, 2,26 metra frá holu

Hægt er að sjá frekari úrslit með því að smella hér

Niðurröðun fyrir holukeppnirnar, þ.e. bikarkeppnina og klúbbmeistara í holukeppni verður birt eftir helgi ásamt frekari útskýringum af nýju fyrirkomulagi leikdaga.

Verðlaunahafar geta vitjað verðlauna sinna á skrifstofunni frá og með þriðjudegi.