Áttunda púttmótið í púttmótaröð klúbbsins for fram í dag og mættu tæplega 30 manns til leiks. Sigurvegari dagsins var Rúnar Geir Gunnarsson sem lék á 10 höggum undir pari eða 26 höggum. Gunnlaugur Jóhannsson var í öðru sæti á 28 höggum og jafnir í 3-4 sæti voru þeir Einar „blikki“ Jóhannsson og Valur Guðnason á 29 höggum. Báðir voru þeir með jafn mörg einpútt, jafnar seinni níu og jafnar síðustu sex holurnar. Þurfti því að fara í síðustu þrjár holurnar sem Einar einpúttaði allar á meðan Valur einpúttaði tvær af síðustu þremur. Einar reiknast því í þriðja sæti og vann sér þar með rétt til þátttöku í lokamótinu. Stigagjöf dagsins var annars eftirfarandi:
12 stig – Rúnar Geir Gunnarsson
10 stig – Gunnlaugur Jóhannsson
8 stig – Einar Ingvar Jóhannsson
7 stig – Valur Guðnason
6 stig – Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir
5 stig – Guðmundur Örn Árnason
4 stig – Haukur Óskarsson
3 stig – Einar M. Einarsson
2 stig – Ágúst Þorsteinsson
1 stig – Gunnar Halldórsson
Sökum fjölda þátttakenda sem fengið hafa stig verður hér eftir bara birt nöfn 10 efstu keppenda eftir hverja helgi. Staða 10 efstu eftir áttunda mótið er eftirfarandi:
1. sæti – Guðmundur Örn Árnason – 60,5 stig
2. sæti – Valur Guðnason – 59,5 stig
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 52 stig
4. sæti – Dagur Jónasson – 41,5 stig
5. sæti – Ágúst Þorsteinsson – 39 stig
6. sæti – Arnar Friðriksson – 29,5 stig
7. sæti – Haukur Óskarsson – 25,5 stig
8. sæti – Gunnlaugur Jóhannsson – 20 stig
9. sæti – Einar M. Einarsson – 15 stig
10 sæti – Örn Baldursson – 15 stig