Eins og áður hefur komið fram stendur Nesklúbburinn fyrir púttmótum í vetur. Mótin eru haldin í Laugardalshöllinni alla sunnudaga í vetur á milli kl. 11.00 og 13.00. Í dag var fyrsta mótið haldið og mættu 26 félagar til leiks. Sigurvegari dagsins var Guðmundur Örn Árnason sem lék á 30 höggum. Samkvæmt reglugerð mótsins ef leikmenn eru jafnir er það fjöldi einpútta sem telur fyrst, þ.e. sá er hefur fleiri einpútt er ofar. Ef einpúttin eru jafn mörg skal farið í skor seinni níu. Ef það er einnig jafnt er talið út frá síðustu 6 holum, svo síðustu 3 holum og svo síðustu holu. Ef allt er ennþá jafnt skal verpa hlutkesti. Baldur Þór Gunnarsson lék einnig á 30 höggum í dag og báðir höfðu þeir Guðmundur og Baldur jafn mörg einpútt. Guðmundur lék aftur á mót seinni níu holurnar á þremur höggum undir pari á meðan Baldur lék á 2 höggum undir pari sigraði Guðmundur mótið þar af leiðandi. Hlýtur Guðmundur að verðlaunum 10 körfu boltakort á æfingasvæði klúbbsins í sumar. Í heldarstigagjöfinni hlutu eftirfarandi stig:
Guðmundur Örn Árnason – 12 stig
Baldur Þór Gunnarsson – 10 stig
Haukur Óskarsson – 8 stig
Arnar Friðriksson – 7 stig
Valur Guðnason – 5,5 stig
Ágúst Þorsteinsson – 5,5 stig
Árni Guðmundsson – 4 stig
Grímheiður Jóhannsdóttir – 3 stig
Gunnar Geir Baldursson – 2 stig
Ólafur Benediktsston – 1 stig
Allir félagar Nesklúbbsins eru hvattir til þess að mæta næstkomandi sunnudaga og njóta félagsskapar góðra vina. ATH. ekki er skylda að taka þátt í mótunum..