Kæru félagar,
Umgengni um völlinn okkar er því miður ekki til sóma og við þurfum að gera miklu betur. Vallarstarfsmenn vinna hörðum höndum á hverjum degi að því að gera völlinn eins góðan fyrir okkur og kostur er. Það er því sorglegt að horfa upp á hversu mikil vinna fer í að lagfæra atriði sem við kylfingarnir skiljum eftir okkur. Þetta verður að vera samstarf allra og þannig fáum við betri völl og upplifunin verður skemmtilegri.
- Boltaför – gerum við öll boltaför sem við sjáum
- Glompur – rökum eftir okkur, það tekur enga stund
- Rusl á vellinum – Umbúðir þess sem við tökum með út á völl tökum við með til baka og setjum í flokkunartunnurnar við golfskálann.
- Brotin tí – tökum upp öll brotin tí á teigunum og setjum í tíboxin sem eru á öllum teigum
- Girðingar fyrir umferðastjórnun – þær eru ekki þarna bara upp á punt heldur til þess að beina okkur frá ákveðnum svæðum sem verið er að varðveita. Þess vegna verðum við að ganga frá þeim í sama horf og þær voru þegar við komum að þeim og í guðanna bænum ekki stíga á böndin og láta svo kyrrt liggja.
Eins og áður sagði þarf þetta að vera samstarf. Nú er komið að okkur félagsmönnunum að taka höndum saman og sýna betri umgengni því þá verður þetta miklu skemmtilegra.
Vallarnefnd